Aðangslyklar (e. passkeys) marka tímamóta breytingu í auðkenningum á netinu, með einfaldleika og öryggi í fyrirrúmi.
Engin lykilorð til að muna
Með aðgangslyklum geta notendur meðal annars skráð sig inn með lífkenni sínu (eins og fingrafar eða andlitsgreining) í stað þess að þurfa að muna og viðhalda lykilorðum.
Sama tækni og rafræn skilríki
Þegar þú skráir aðgangslykil þá er búið til nýtt rafrænt skilríki á tölvunni eða símanum þínum. Skilríkið er geymt á öruggum stað með sterkri dulkóðun sem byggir á lífkenni, PIN, lykilorði eða öryggislykilum (t.d. YubiKey).
Byggt á opnum stöðlum
Apple, Microsoft, Google og aðrir tæknirisar hafa lýst yfir stuðningi en auðkennislyklar virka í öllum nýlegum vöfrum og tækjum. Þ.á.m. iOS, Android, Chrome, Safari og Edge.
Kenni notar aðgangslykla til að bjóða upp á hraðari og ódýrari auðkenningar en fást með hefðbundnum rafrænum skilríkjum. Eftir að notandi hefur auðkennt sig í fyrsta sinn með rafrænum skilríkjum fær hann tækifæri til að búa til aðgangslykil fyrir Kenni.
Þessir aðgangslyklar virka sjálfkrafa fyrir öll kerfi sem nota Kenni. Þannig skapast samlegðaráhrif efir því sem fleiri kerfi og notendur nota Kenni.