Eitt af aðal markmiðum Kenni er að bjóða upp á öruggar rafrænar auðkenningar á betra verði. Til að ná þessu markmiði höfum við innleitt nýja tækni eins og aðgangslykla ásamt því að bjóða upp á fullkomna sjálfsafgreiðslu. Við höfum náð því markmiði og rúmlega það. Flestir viðskiptavinir okkar ná að lækka heildar kostnað fyrir auðkenningar um meira en 40% og sumir allt að 90%.
Annað markmiðið hjá okkur er að útfæra þjónustuaukandi lausnir sem einfalda líf viðskiptavina okkar. Við erum þegar búin að útfæra stuðning fyrir prufunotendur og fyrirtækjaumboð. Nú erum við að vinna í því að bjóða upp á staðfest netföng sem hluta af auðkenningu ásamt gögnum frá Þjóðskrá. Það er einnig á dagskránni að taka notendaumsýslu og umboð lengra.
Frá og með 1. júlí næstkomandi tekur í gildi ný verðskrá hjá Kenni. Markmiðin með henni eru eftirfarandi:
Þessi þjónustuleið hentar mjög vel fyrir viðskiptavini sem eru með litla notkun.
Við munum bæta við 500 kr. mánaðargjaldi til að halda uppi grunn innviðum okkar fyrir þessa viðskiptavini. Engin breyting er á verði fyrir hverja auðkenningu.
Áskrift er hönnuð fyrir stærri viðskiptavini með lægri gjöld fyrir hverja auðkenningu.
Í eldri verðskránni þurftu viðskiptavinir að velja litla, miðstærð eða stóra áskrift. Þessar áskriftir innihéldu mismunandi kjör fyrir auðkenningar með aðgangslyklum en sömu kjör á öðrum auðkenningum. Þetta hefur reynst ruglandi fyrir nýja viðskiptavini en það er erfitt að áætla hversu margar auðkenningar verða með aðgangslyklum enda er hlutfallið mismunandi milli kerfa og notendahópa.
Nú sameinast þessar áskriftarleiðir í eina áskriftarleið með föstu 5.000 kr. mánaðargjaldi. Það verða engar innifaldar auðkenningar en verðið á auðkenningum með aðgangslykli lækkar niður í 4 kr.
Með fyrirtækjaumboðum getur þú auðkennt fyrirtæki inn í kerfið þitt. Einstaklingar sem eru tengdir félaginu í fyrirtækjaskrá (t.d. með prókúru) auðkenna sjálfa sig á öruggan hátt en geta síðan valið hvaða fyrirtæki þau vilja nota fyrir auðkenninguna. Kerfið þitt fær, sem hluta af auðkenningunni, upplýsingar um bæði fyrirtækið og raunverulegan endanotanda.
Með þessari vöru fylgir tenging við fyrirtækjaskrá. Hún er því í boði fyrir okkar viðskiptavini sem “aukavara” (e. add-on) sem kostar 3.000 kr. á mánuði.
Þróun | Fyrir | Eftir | Breyting |
---|---|---|---|
Áskriftargjald | 0 kr. | 0 kr. | - |
Auðkenning teymismeðlima m/aðgangslykli | 0 kr. | 0 kr. | - |
Innifaldar auðkenningar teymismeðlima m/rafrænum skilríkjum | 20 kr. | 20 kr. | - |
Sproti | Fyrir | Eftir | Breyting |
---|---|---|---|
Áskriftargjald | 0 kr. | 500 kr. | 500 kr. |
Auðkenning | 25 kr. | 25 kr. | - |
Auðkenning teymismeðlima m/aðgangslykli | 0 kr. | 0 kr. | - |
Áskrift | Fyrir (lítil) | Eftir | Breyting |
---|---|---|---|
Áskriftargjald | 5.000 kr. | 5.000 kr. | - |
Auðkenning m/rafrænum skilríkjum | 10 kr. | 10 kr. | - |
Auðkenning m/aðgangslyklum | 5 kr. | 4 kr. | -1 kr. |
Innifaldar auðkenningar m/aðgangslyklum | 1.000 | 0 | -1.000 |
Auðkenning teymismeðlima m/aðgangslykli | 0 kr. | 0 kr. | - |
Auðkenning prufunotenda | 0 kr. | 0 kr. | - |
Aukavara | Fyrir | Eftir | Breyting |
---|---|---|---|
Fyrirtækjaumboð | - | 3.000 kr. | Ný vara |
Fyrirspurnir varðandi verðbreytingar má senda á hallo@kenni.is.